Áhrifamikil auglýsing Útmeð´a úr smiðju útskriftarnema KVÍ á Tjarnargötu

Um 8000 netnotendur höfðu deilt auglýsingu Tjarnargötunnar, Útmeð´a tveimur sólahringum eftir að hún kom út. Það er eftirtektarverður árangur en tveir útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands eru í teyminu á bak við verkið.
vann að verkefninu að beiðni Geðhjálpar og Rauða Krossins og voru Tómas Ingi Doddason og Freyr Árnason, útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskolans í teyminu.

Þegar við hjá Tjarnargötunni fórum á fyrsta fundinn með þeim vissum við að við vildum taka þátt í þessu verkefni. Þetta er mjög verðugt málefni og við vorum sammála um það frá fyrsta degi að markmið verkefnisins væri annars vegar að aðstoða fólk sem erí vanda statt, að leita sér aðstoðar ásamt þvi að opna á umræðuna í þjóðfélaginu og fjarlægja þennan tabú stimpil á þessu málefni.

Tómas Ingi útskrifaðist vorið 2011 úr KVÍ en Freyr vorið eftir.

Eftir útskrift var ég mikið til að byrja með reyndi ég mikið að koma mér á framfæri sem leikari. Eins og menn vita þá tekur það oft langan tíma og þurfti ég þess vegna að vinna í hinum ýmsu störfum. Ég fór meðal annars á vertíð á Þórshöfn sem að var mjög lærdómsríkt. Hjólin fóru síðan loksins að snúast þegar Freyr hringdi í mig og bað mig um að leika í Samsung auglýsingu fyrir Tjarnargötuna.

Eftir það lék Tómas Ingi í nokkrum verkefnum fyrir Tjarnargötu og aðra.

Síðar fékk ég að vinna til reynslu hjá þeim sem hugmyndasmiður, fyrir rúmu ári síðan og hef verið á Tjarnargötunni síðan. Ásamt því að vera hugmyndasmiður, þá hef ég einnig fengið að spreyta mig sem leikstjóri og framleiðandi nokkrum sinnum. Ég get alveg viðurkennt það að þegar ég hugsaði til framtíðar fyrir nokkrum árum þá sá ég mig kannski frekar fyrir framan kameruna en fyrir aftan hana. En svona virkar lífið oft og ég gæti ekki verið hamingjusamari.

Tómas Ingi segir að á Tjarnargötunni séu oft mörg járn í eldinum í einu.

Við skiptum okkur niður í teymi og vinnum út frá því.Útmeð’a verkefnið var mjög stórt í sniðum og það var mjög krefjandi að vinna það. En verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Núna er bara allt farið á fullt aftur að gera auglýsingar, taka upp flottar samantektir og ýmislegt fleira skemmtilegt. Ég er reyndar stunginn af í síðbúið sumarfrí og ætla að reyna að hugsa sem minnst um þetta allt saman í nokkrar vikur”.

En hver skyldi vera ástæðan fyrir því að verkefnið Útmeð´a hefur gengi jafn vel og raun ber vitni.

Fyrir utan alla hjálpina frá Geðhjálp, Rauða Krossinum, Playmo og öðru fagfólki, sem auðvitað skipti sköpum er vert að nefna að Tjarnargatan er lítill og þéttur hópur þar sem að allir þekkja sitt hlutverk mjög vel, og sinna því virkilega vel. Það eiga allir part í þessu. Það var mikill samhugur í fólki að gera þetta sem allra best og það er svo sannarlega útkoman.
En burt séð frá því að allir sem að máli koma eru mjög ánægðir með hvernig verkefnið kom út, þá skiptir auðvitað mestu máli það að þetta muni koma til með að hjálpa fólki,

segir Tómas Ingi en hann vill að lokum koma á framfæri þakklæti til alls þess frábæra fólks sem þeir félagar fengu tækifæri til að vinna með við gerð auglýsingarinnar.