Útskrift vetur 2021 - Daði Lárusson, Leiklist

Daði Lárusson mun útskrifast frá Leiklist þann 18.desember næstkomandi með mynd sína “Graff”.

Myndin fjallar um 18 ára strák sem leggur í einelti en myndar svo tengingu og vinskap við strákinn sem hann og félagarnir hafa verið að stríða. Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda áfram að fylgja straumnum eða taka niður grímuna og vera hann sjálfur.

Við þetta tilefni fengum við að spyrja Daða nokkurra spurninga

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú mannst eftir?

Mig minnir að fyrsta kvikmyndin sem ég sá hafi annaðhvort verið "Shrek" eða "The brave little toaster", þegar ég var gutti og gat horft á spólu heima hjá ömmu og afa, mjög góðar myndir, mæli með 10/10.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það er bara svo mikið, þú getur skrifað niður einhverja hugmynd á blað og hún getur orðið að veruleika eða tekið myndir með myndavélinni og svo ertu bara orðinn tökumaður. Það er svo áhugavert en að mestu þá ertu með fólki sem er með sama áhuga og þú og það gerir þetta ennþá betra.

Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf verið einhver leikari, alltaf þegar pabbi var að taka mig upp á videovélinni þá vildi maður alltaf sjá sjálfan sig því þetta var svo merkilegt. Svo þegar maður eldist þá fór maður sjálfur að ræna tækinu og gera einhver Star Wars myndbönd og byssumyndir. Myndi ekki segja að þetta væru 10/10 myndir í dag, en mátti reyna.

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Já, hvað þetta var skemmtilegt nám, ég lærði svo margt og mikið frá öllum. Hélt þetta væri bara "easy-peasy" en svo var helling sem maður vissi ekkert um. Viðurkenni þegar ég fór á fyrstu kynninguna fyrir skólann þá hugsaði ég “Nei þetta er ekki fyrir mig” en hér er ég í dag að útskrifast. Shit happens.

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég er að reyna græða pening á Crypto og það gengur misvel, en annars er það bara að vera ákveðinn við fólk um að gefa mér vinnu í bransanum og koma mér á framfæri. Mögulega búa til mitt eigin verkefni, hver veit?

Ég vil líka bara að þakka öllum kennurum fyrir að kenna mér og öllum námstjórunum. Allt fólkið sem ég hef kynnst í gegnum þessi 2 ár, you are amazing og ég hlakka til að vinna með ykkur í framtiðinni.

Peace and love, Daði out.