Sunny Thor - Leiklist

Sunny mun útskrifast frá Leiklist þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Augun hennar”

Kona sem finnur sig í aðstæðum að lifa án kærustu sinnar og nær ekki að höndla það og gerir hvað sem er til að sjá hana aftur, þangað til hún þarf að horfast í augu við raunveruleikann.

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Það er erfitt að segja en ég man eftir að hafa séð Pokemon mynd sem var sýnd í Kringlubíói, sem endaði í einhverju æði fyrir pokemon, og síðan þættina með Steve Irwin sem voru allavega í uppáhaldi hjá mér sem barn. 

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Þar er heimur sem er hægt að sýna og lifa sig inn í og sögurnar sem eru hægt að segja. Það er líka alveg magnað hversu skapandi fólk getur verið, ekki bara með heimsbyggingu og persónu sköpun, en líka tæknina til að láta eitthvað verða að raunveruleika í gegnum allskonar aðferðir.

-Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Frá unga aldri hef ég alltaf elskað að leika, ég reyndi að búa til einhverja sýningu og redda búning fyrir hvaða matar boð sem ég fór í með foreldrunum mínum. Í gegnum árin hef ég alltaf leitast í leiklistina þegar ég hef haft tækifæri, en aldrei ákveðið að láta reyna á og verða leikari, fyrr en kringumstæður mínar breyttust og ég ákvað að prófa eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera.

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Ég hafði upprunalega áhuga á Kvikmyndaskólanum til að læra meira um kvikmyndagerðina sjálfa en bara leiklistina. Þetta var meira forvitni heldur en annað, en þar fann ég mikla ástríðu gagnvart því að taka þátt í verkefnum í öðrum hlutverkum en að leika, sem ég vona að ég geti haldið áfram með.  

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Vonandi björt og full af tækifærum.