Útskrifaðir nemar KVÍ vinna Gullmolann – Hluti skólans í keppninni stór

Fjórir útskriftarnemar úr Kvikmyndaskóla Íslands stóðu að gerð myndarinnar “Það er margt sem myrkrið veit” sem hreppti fyrstu verðlaun í stuttmyndahátíðinni Gullmolinn 2015 í Kópavogi sem fór fram á miðvikudagskvöldið.

Myndin var útskriftarmynd Ingu Söndru Hjartardóttur, leikkonu. Ég leikstýrði og fyrirtæki okkar Anthems Of Our Youth framleiddi. Myndin fjallar um unga konu sem byrjar að fá símtöl og martraðir um barn sem kallar hana mömmu sína.

Lovísa Lára Halldórsdóttir bætir við að hún, Margrét Buhl og Nanna Höjgaard Grettisdóttir hafi kynnst í Kvikmyndaskólanum og stofnað Anthems til að sinna verkefnum sínum.

Markmið okkar var að skapa okkar eigin tækifæri og efla hlut kvenna í kvikmyndagerð. En við erum að einblína á stuttmyndir, bíó og heimildarmyndir.

En það eru Lovísa og Inga Sandra sem eiga í raun listrænan heiður af “Það er svo margt sem myrkrið veit”. Fyrsta stuttmyndin sem þær stöllur í Anthems framleiddu saman var útskriftamyndin úr skólanum, Smástirni.

Hún er enn á festivalrúnti út um allan heim og verður til dæmis sýnd á kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum sem var valin af MovieMaker Magazine sem ein af 25 coolest film festivals í heiminum. Við vorum líka að klára aðra hrollvekju. Hrellir með Ágústu Evu Erlendsdóttur í aðalhlutverki. En hún verður frumsýnd á Northern Wave í október. Við erum einnig að vinna í heimildarmynd um aukaleikara á Íslandi.

Við óskum sigurvegurunum hjartanlega til hamingju sem og öðrum þátttakendum en hlutur Kvikmyndaskólans í Gullmolanum var stór þetta ár. Alls voru 9 myndir sem tengjast núverandi og útskrifuðum nemendum úr skólanum. Þær voru:
Breakfast eftir Magnús Ingvar Bjarnason (Skapandi tækni)

L’ascesa di Lorenzo eftir Knút Haukstein Ólafsson (Leiklist)

Amma eftir Eyþór Jóvinsson (Handrit/Leikstjórn)

Minnismiðar eftir Eyþór Jóvinsson (Handrit/Leikstjórn)

Það er margt sem myrkrið veit eftir Ingu Söndru Hjartardóttur(Leiklist) og Lovísu Láru Halldórsdóttur (Handrit/Leikstjórn)

Frelsi eftir Eyþór Jóvinsson (Handrit/Leikstjórn)

Terminal conquest 3 eftir Magnús Ingvar Bjarnason (Skapandi tækni)
Til kirkju eftir Aron Thor (Leikstjórn/Framleiðsla), Sindra Valþórsson(Skapandi tækni), Sturlu Óskarsson (Handrit/Leikstjórn) og Ársæl Rafn Erlingsson (Leiklist)þ