Námið stenst allt sem lofað var – Jimmy Salinas átti opnunarmynd Örvarpsins

Myndin Ég tala íslensku með hreim var nýlega valin opnunarmynd á Rúv í ár en í kynningu á myndinni segir að hún  varpi fram skemmtilegri sýn á það hvernig nýjum Íslendingum tekst að aðlagast og tileinka sér íslenska tungu, hver með sínu nefi eða öllu heldur hreim.

Leikstjóri og meðhöfundur myndarinnar heitir Jimmy Salinas og er nemandi í En hann samdi handritið ásamt Juan Camilo Estrada.

Myndin var gert í þeim tilgangi að vekja athygli á hvernig íslenskan er að aðlagast nýrri kynslóð af Íslendingum. Ég til dæmis tilheyri þeim hóp og okkar tilraun var að sýna hvað er það sem felst í að læra þessa tungu sem er ekki léttast að læra.

Aðspurður um Kvikmyndaskóla Íslands segir Jimmy að honum finnist hann frábært fyrirbæri.

Hann býður uppá mikla möguleika og margt sem hægt er að nálgast í gegnum hann og þetta hjálpar manni alveg helling. Kannski nær námið að hjálpa manni beint í öllu saman en það er bara partur af kvikmyndageraferlinu sem maður velur sérí  námi eða störfum.

Námið segir Jimmy algjörlega standast það sem lofað var og þó hann óskaði oft að farið væri enn dýpra ofan í hlutina er það væntanlega nokkuð sem að sinni er skólanum ofviða, þar til rýmkar um fjárveitingar til skólans.

Áður en ég bryjaði í námið bjóst ég við að þetta yrði miklu meira erfiðara en kannski er bara ástæðan að mér finnst þetta svo gaman – námið svo skemmtilegt.

Jimmy segist ekki hafa búið yfir mikilli reynslu beint í kvikmyndagerð áður en hann hóf nám við skólann.

En ég var alinn upp í kringum mikið af listamönnum og fólki í viðskiptum sem höfðu mikil áhrif á mig varðandi visual efni. Ég teiknaði mjög mikið þegar ég var yngri og málaði jafnvel en var líka mjög forvitninn um  myndavélar og þannig byrjaði kvikmyndaferlið.

En hvert er stefnan sett að loknu náminu?

Ég mun halda áfram í námi en ekki beint við kvikmyndagerð. Ég mun samt ekki hætta að skapa kvikmyndaefni. Fyrst er ég að vonast til að byrja að vinna með Rauða krossinum  þar sem við erum að ráðgera ansi spennandi verkefni þar sem fjallað verður um innflytjendur til landsins.