Myndband Tjarnargötunnar valið myndband ársins á FM957

Í síðustu viku völdu hlustendur FM957 myndband Tjarnargötunnar við lag hljómsveitarinnar Agent Fresco, See Hell sem myndband ársins. Við fengum Frey Árnason til að segja okkur aðeins frá vinnunni að þessu verkefni en hann er meðal nokkurra útskrifaðra nemenda Kvikmyndaskólans sem unnu að því .

Það var mjög gaman og krefjandi að vinna með Agent Fresco. Þeir leggja mikla vinnu í tónlistina sína og ætlast til hins sama af þeim sem þeir vinna með. Þeir setjast ekki bara niður og spila það fyrsta sem þeim dettur í hug heldur þetta er allt útpælt svo myndbandið gat ekki verið bara eitthvað út í loftið.

Freyr segir að því hafi verið farið í  marga hringi í hugmyndavinnunni en að endingu hafi tekist að finna góða lendingu.

Ég og Gísli Thors sem leikstýrðum myndbandinu fengum svo Viggó Hansson sem var með mér í Kvikmyndaskólanum til að skjóta. Hann er ógeðslega fær tökumaður, fáir sem hafa jafn gott auga fyrir detailum og hann. Með okkur var líka Haukur Karlsson sem er partur af Tjarnargötufamilíunni. Hann var mættur á long boardinu sínu fyrir sólarupprás með AC töskuna.

Hann bætir við að Sigríður Björk úr KVÍ hafi verið í starfsþjálfun á Tjarnargötunni þegar vinnsla myndbandsins fór fram.

 Ekki er heldur hægt að sleppa í upptalningunni Tinnu sem var sminka. Hún er líklegast yndislegasta manneskja sem hefur gengið þessa jörð og án hennar snilligáfu hefði Arnar Dan, aðalleikari,  líklegast litið út eins og misheppnað blackface

Freyr segir að það sé alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir vinnu sína.

Þetta er í fyrsta skiptið sem við fáum verðlaun fyrir eitthvað annað en auglýsingar svo það var virkilega gaman. Öll myndböndin sem voru tilnefnd voru líka fáránlega góð svo þetta kom virkilega virkilega á óvart.

Kvikmyndaskóli Íslands óskar þeim á Tjarnargötunni til hamingju með heiðurinn og munum við fylgjast grannt með Íslensku tónlistarverðlaunum 4. mars næstkomandi.

af 2

af 3

af 5

af 4