Með marga bolta á lofti – Lovísa Lára að ljúka við tökur á mynd í fullri lengd

Lovísa Lára Halldórsdóttir sem útskrifaðist úr deildinni Handrit/Leikstjórn hjá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2014 er þessa dagana að ljúka við tökur á kvikmynd í fullri lengd. 4

Kvikmyndagerðarkonan unga hefur vakið athygli m.a. fyrir mynd sína Hrelli sem valin var til sýninga  valin var til sýninga á Winter Film Awards, FEAR horror competition í New York fyrr á þessu ári.

 

Nýja myndin heitir Týndu Stelpurnar og fjallar um tvær fjórtán ára stelpur sem verða vitni að morði sem þær byrja að rannsaka sjálfar. En þær enda með að flækjast í aðstæður þar sem er komið fram við þær eins og þær séu fullorðnar þó þær séu enn bara börn.

Lovísa Lára segir að myndin fjalli einnig um það mikla magn af upplýsingum sem ungt fólk sendir  frá sér í dag.

Við gerð myndarinnar hefur Lovísa Lára leitað til fjölda annarra nemenda skólans.

 

Nanna Höjgaard Grettisdóttir sér um kvikmyndatöku, en hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum með mér árið 2014. Gunnar Már Halldórsson er aðstoðarleikstjóri en hann útskrifaðist á seinustu önn. Og svo eru framleiðendur myndarinnar Unnur Jónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir og Hákon J Helgason. En þau eru öll fyrrverandi og núverandi nemendur í skólanum.

 

Lovísa bætir við að  Magnús Ingvar Bjarnason, Bergur Líndal Guðnason (Kletturinn) og Eyþór Örn Magnússon séu einnig í tækni-crewinu.

Ég er auk alls þessa með nokkra leikara úr skólanum í myndinni. Ársæll Rafn Erlingsson, Lára Magnúsdóttir, Elsa G Björnsdóttir og Þorbjörn Óli Árnason eru í stórum hlutverkum  auk  fleiri leikara úr skólanum sem fara með minni hlutverk.

Eins og áður segir hefur Lovísu Láru gengið vel frá því hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum.

Eftir að ég útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum hef ég gert nokkrar stuttmyndir sem hafa ferðast á kvikmyndahátíðir út um allan heim og unnið til verðlauna. Ég hlaut einnig styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til þess að vinna heimildarmyndina Aukaleikarar en sú mynd er á þróunarstigi.

Og Lovísa Lára hefur ekki látið sér nægja að gera myndir því hún hefur einnig  stofnað hryllingsmyndahátíðina Frostbiter, sem verður haldin í fyrsta sinn í nóvember á Akranesi.

Hátíðin verður haldin 25.-27. nóvember og munum við sýna hrollvekjur frá öllum heimshornum.   Við erum einnig að taka inn íslenskar stuttmyndir og veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina.  Það er opið fyrir innsendingar til 17. september. Hægt er að senda inn myndir á frostbiter@frostbiter.is eða í gegnum FilmFreeway.

Næsta verkefni Lovísu Láru er svo að halda áfram að vinna heimildarmynd sinni um Aukaleikara á Íslandi.

Einnig er ég með nokkur handrit sem ég er að vinna að. En ég vil aldrei vera verkefnalaus og því er ég alltaf með marga bolta á lofti.

 

Framleiðendur Týndu stelpnanna eru með SnapChat þar sem hægt er að fylgjast með gerð myndarinnar: tyndustelpurnar

13

IMG_1547