Kvikmyndaskóli Íslands gerir starfsþjálfunarsamninga fyrir útskrifaða nemendur

Kvikmyndaskóli Íslands, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, hefur gengið frá samningum við bæði framleiðslufyrirtæki og sjónvarpsstöðvar landsins um að taka við nýútskrifuðum nemendum skólans í launaða starfsþjálfun.

Við erum stolt af því að kynna að í desember síðastliðinn gerði skólinn samning við eftirfarandi aðila: True North, RÚV, ZikZak, Profilm og Hero Productions. Enn fleiri aðilar eru væntanlegir til samstarfs á komandi vikum.

 

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Kvikmyndaskólann hversu eftirsóttir starfsmenn nemendur úr skólanum eru, og mikilvægt að geta veitt þeim tækifæri til að sanna sig í faginu. Nú þegar hafa fjölmargir nemendur nýtt sér þessa leið til að stíga sín fyrstu skref í bransanum. 

Þá má geta þess að leikaravefur Kvikmyndaskólans, casting.is er uppfærður við hverja útskrift, en hann nýtur sífellt meiri vinsælda enda er þar aðgengi að tugum frábærra leikara.

Sameiginlega þá vinna Kvikmyndaskóli Íslands og fyrirtæki í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði að stöðugri leit að hæfileikafólki, að menntun og þjálfun þess, svo byggja megi upp enn kröftugri iðnað á þessu sviði, á Íslandi.