Frábær byrjun á árinu

Nemendur á fyrstu önn Kvikmyndaskóla Íslands héldu áfram í sínu fyrsta námskeiði, TÆK 107, þar sem allar deildir skólans læra undirstöðu atriði kvikmyndagerðar og framleiða í lokin mínútu stuttmynd. 

Nemendur á 2.önn Leikstjórnar og Framleiðslu tóku áfanga í dagskrárgerð fyrir sjónvarp með 3.önn Leiklistar undir leiðsögn Baldvins Albertssonar, ásamt því að fara í listasögu með Lee Lorenzo Lynch. Einnig hófu þau námskeið í Leikstjórn undir leiðsögn Börks Gunnarssonar (Þetta Reddast) með nemendum Handrits og Leikstjórnar. Nemendur á 4.önn voru á námskeiði í heimildarmyndargerð með Helgu Rakel Rafnsdóttur (Keep Frozen, Salome) og handritsnámskeiði undir leiðsögn Huldars Breiðfjörðs (Pabbahelgar, Undir Trénu) ásamt 4.önn Handrits og Leikstjórnar þar sem þau vinna að handriti útskriftarverkefnis síns.

Nemendur á 2.önn Skapandi Tækni, sátu námskeið í kvikmyndatöku undir leiðsögn Björns Ófeigssonar (Gnarr, Latibær) þar sem þau kvikmynda stuttmynd án orða. Nemendur 3.annar fóru á námskeið í handritsgerð með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki) og námskeið í myndbreytingu með fagstjóra myndbreytinga Sigurgeiri Arinbjörnssyni (Stella Blomkvist, Star Trek: Discovery). Nemendur 4.annar fóru á framleiðslu námskeið með 4.önn Handrits og Leikstjórnar undir leiðsögn Arnars Benjamíns (A Reykjavik Porno, Þorsti) og undirbjuggu lokaverkefni sitt með leiðbeinanda sínum Ólafi De Fleur (Borgríki, Malevolent). Ásamt því sat 4.önn námskeið í stofnun framleiðslu fyrirtækja og umsókna, ásamt samtíma kvikmyndasögu. 

Nemendur á 2.önn Handrita og Leikstjórnar sátu námskeið í handrits skrifum fyrir sjónvarpsþætti, þar sem þau munu skrifa “pilot” að sínum eigin þætti undir leiðsögn Daggar Mósesdóttur (Höfundur Óþekktur, Me & Bobby Fischer), listasögu með Lee Lorenzo Lynch og hófu námskeið í Leikstjórn undir leiðsögn Börks Gunnarssonar (Þetta Reddast) ásamt nemendum Leikstjórnar og Framleiðslu. Nemendur á 4.önn sátu námskeið í framleiðslu undir leiðsögn Arnars Benjamíns (A Reykjavik Porno, Þorsti) og námskeið í endurskrifum á handriti í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánssyni (Kurteist Fólk, Borgríki). Ásamt því sat 4.önn námskeið í stofnun framleiðslu fyrirtækja og umsókna, og samtíma kvikmyndasögu.

Nemendur á 2.önn Leiklistar sátu námskeið í leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á Leik) og námskeið í sviðsbardaga tækni með 3.önn Leiklistar í leiðsögn Örnu Magneu Danks (Ófærð, Stella Blomkvist). Nemendur á 3.önn fóru ásamt því á námskeið í dagskrárgerð fyrir sjónvarp með nemendum 2.annar í Leikstjórn og Framleiðslu undir leiðsögn Baldvins Albertssonar. Nemendur 4.annar sátu námskeið í handritsgerð með Kolbrún Önnu Björnsdóttur (Svartir Englar) , upprifjunar námskeið í raddvinnu með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós) og svo námskeið í gerð dansmyndbands undir leiðsögn Kolbrúnar Önnu Björnsdóttur (Svartir Englar) og Rut Hermannsdóttur. Ásamt því sat 4.önn námskeið í stofnun framleiðslu fyrirtækja og umsókna, ásamt samtíma kvikmyndasögu. 

Nemendafélagið okkar Kínema, hóf starfsemi sína með fullu krafti, með spilakvöldi, “writers room”; þar sem nemendur hjálpast við að skrifa handrit, og buðu svo upp á pylsupartí í matsal skólans í hádeginu á föstudeginum.