Fjölbreytt starf hjá Sagafilm kom Gussa á verðlaunapall á Eddunni

Gunnar B. Guðbjörnsson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands haustið 2008 og hefur hann síðan starfað í fjölda spennandi verkafna. Fyrr í þessum mánuði steig  hann á verðlaunapall Eddunnar fyrir skemmstu sem tökumaður þáttanna Með okkar augu sem var valinn menningarþáttur ársins 2016.

Ef ég man rétt, þá var það á þriðju önn þar sem við vorum sendir í starfskynningu og 3 úr okkur bekk fengum að fara á sett á sjónvarps þættinum “Ríkið” sem var framleiddur af Sagafilm og Silja Hauks leikstýrði.

Segir Gussi um upphafiið hjá sér.

Ég var fljótlega kominn í leikmunadeild Rúv og sumarið eftir fékk ég vinnu við gerð þáttarins “Dagvaktin”, einnig í leikmuna deild.  Þetta var nánast sama crew en annar leikstjóri en á og annar tökumaður en sami kjarni á bakvið verkefnið.Eftir útskrift gerðum við fyrstu seríu af Ástríði og ég náði að ljúga mig inn í aðstoðartökumanns stöðuna. Núna 7-8 árum seinna er ég enn að vinna hjá Sagafilm, en er titlaður klippari og tæknimaður.

Gussi segir að Kvikmyndaskólinn hafi fært sér sjálfstraust til að búa til verkefni til að leikstýra sjálfur.

Þau verkefni eru aðalega tónlistarmyndbönd en ég leikstýri líka minni þáttum og auglýsingum innan Sagafilm. Áður en ég fór í skólann vann ég sem klippari og multimedia hönnuður hjá auglýsingastofunni Pipar. Þegar ég hætti þar ætlaði ég aldrei að vinna aftur í “bransanum” en einhvern veginn viltist inn í kvikmyndaskólann samt…

 

Gussi vann í ár að þriðju þáttaröðinni af Með Okkar Augum.

Elín Sveinsdóttir framleiðandi kom með þáttinn til okkar í Sagafilm, við Ella höfðum þá verið ný búinn að gera saman Biggest Loser 1, þar sem ég var Story Editor og hún Story Producer. Hún vildi fá mig til að skjóta og klippa næstu þáttaröð og eftir að hafa verið læstur inni í klippiherbergi í næstum 6 mánuði að gera mjög stíft raunveruleika sjónvarpsformat þá hljómaði það eins og draumur að fá að komast út í smá tökur.

Þá segir Gussi að komið í ljós að tökustörfin yrðu ekki það eina sem hann hefði á sinni könnu því hann varð klippari þáttanna auk þess að vera ljósa- og hljóðmaður.

Við höfum svo hægt og rólega stækkað crewið okkar en saman erum við Ella núna búin að gera 3. seríur af Með Okkar Augum og loksins tókst okkur að næla okkur í Eddu.

Hvað er svo framundan á næstunni?

Hjá Sagafilm hef ég náttúrulega komið að heilum helling af verkefnum, stærst líklega að nefna Biggest Loser 1-2 og 3, Voice 1 og 2, og Réttur 3 (Case á Netflix) sem Baldvin Z leikstýrði.Starf mitt er það fjölbreytt að eina vikuna get ég verið 2-3 daga á setti í auglýsingu, 1-2 daga í klippi í kjölfarið, farið svo í beina útsendingu um helgina,þar á eftir farið út á land að skjóta eithvað fyrir erlenda sjónvarpstöð. En ég alltaf enda ég í klippinu, þar sem ég kann best við mig.Í þessum töluðu orðum er ég að læsa klippi af seinni helming sjónvarsmyndarinnar Líf Eftir Dauðan sem Vera Sölvadóttir leikstýrir, myndin verður sýnd um páskana en framundan er svo ýmislegt. Þar ber helst að nefna Stellu Blómkvist sem er leikin sjónvarpssería sem Óskar Þór Axelsson leikstýrir, Guðni Halldórsson og ég erum að klippa en við klipptum saman Rétt 3 til dæmis og ýmislegt fleirra.

17310836_10212397141504830_1481208798_o