“Engill” er næsta mynd á dagskrá

Stuttmyndin Engill, var útskriftarverkefni Haralds Sigurjónssonar sem útskrifaðist úr Handrita- og leikstjórnardeild KVÍ á haustönn 2010.

Í samtali við Harald segir hann:

Ég útskrifaðist af handrita- og leikstjórnardeild KVÍ í desember 2010. Þá var ég búin að vinna við sjónvarpsþátta og heimildarmyndagerð síðan 1997, eða í áratug, þegar hrunið kom og þá var orðið erfitt að fá vinnu. Í janúar 2008 ákvað ég því að skella mér í að uppfylla langþráðann draum, að nema handritaskrif. Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Í KVÍ naut ég þess í 2 ár að hlusta á og tala við fólk eins og Einar Kárason, Huldar Breiðfjörð, Hafstein Gunnar Sigurðsson, Friðrik Þór Friðriksson, Guðnýu Halldórsdóttur, Böðvar Bjarka, Árna Ólaf Ásgeirsson, Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, Hlín Agnarsdóttur, Hilmari Odds ofl. ofl. fyrir utan að kynnast heilum helling af ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og leikurum sem eru margir hverjir vinir mínir enn í dag. Auk þess náði ég að gera 4 ágætis stuttmyndir sem hafa verið sýndar víða um heim. Ein þeirra vann meðal annars “Stuttmyndadaga í Reykjavík” árið 2010, en það var myndin “Áttu vatn?”. Sú mynd fór út um allan heim og vakti jákvæð viðbrögð. Útskriftarmyndin mín “Engill” er þó myndin sem verður sýnd hérna.Síðan ég útskrifaðist hef ég þó mest megnis unnið við að klippa og/eða að stjórna upptökum á hinum ýmsu sjónvarpsþáttum, heimildarmyndum, auglýsingum og öðru slíku. Handritanámið nýtis mér mikið þó svo að ég sé ekki að skrifa alla daga, því handritaskrif og klipp eru voðalega lík að upplagi. Maður þarf að sitja einn lengi við að skapa eitthvað sem hefur góða uppbyggingu, tempó og tilfinningar svo að áhorfandinn haldist límdur við skjáinn.Meðal þeirra sjónvarpsþátta sem ég hef klippt og/eða stýrt eru 5 seríur af Andra á Flandri eða Andraland, 4 seríur af Hljómskálanum, Popp og rokksaga Ísland (12 þátta heimildarmyndasería) og Árið er: Söngvakeppni Sjónvarpstöðvanna. Alls hef ég unnið, með snillingunum samstarfsfélögum mínum, fimm Eddur fyrir þessa þáttagerð og enn fleiri tilnefningar. Af heimildarmyndum ber helst að nefna Spólað yfir hafið sem ég klippti fyrir Andra Freyr Viðarsson.

Angel

Það sem er framundan er bara meira af því sama held ég. Vonandi meiri Hljómskáli og eitthvað skemmtilegt með Andra Frey Viðarssyni. Þessa stundina er ég samt að vinna mikið fyrir SKOT að klippa allan fjandann, eins og nýja þáttinn hans Péturs Jóhanns Sigfússonar og fleira skemmtilegt. Sjálfur er ég að svo að vinna í að koma á kopp nokkrum heimildarmyndum og ef tími gefst til í framtíðinni þá skrifar maður nú vonandi kvikmyndahandritið langþráða

Við vonum að þið njótið áhorfs