Stjórn skólans

Böðvar Bjarki Pétursson

formaður

Böðvar Bjarki er stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands og hefur verið stjórnarformaður frá upphafi. Hann hefur sérhæft sig í að byggja upp stofnanir sem veita ríkinu þjónustu sína en hefur auk þess mikla reynslu í kvikmyndagerð. Hann var forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands frá 1993 til 2000 og lagði grunn að tryggri uppbyggingu þess. Hann var einnig virkur kvikmyndaframleiðandi frá árinu 1992 til 2005, sjá Kvikmyndavefinn.

Böðvar Bjarki var útgefandi og ritstjóri kvikmyndatímaritsins Kvikmyndir ´92 til ´93 og fagtímaritsins Land og synir ´95 til ´98, þegar hann var formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Böðvar Bjarki er menntaður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum, rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík, stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Böðvar Bjarki er ábyrgðaraðili skólans.

Arnbjörg Sveinsdóttir

meðstjórnandi

Arnbjörg hefur setið í stjórn Kvikmyndaskóla Íslands frá árinu 2012. Hún var alþingismaður frá 1995 til 2009 og var þar öflugur stuðningsmaður lista- og menningarstarfs. Hún hefur einnig verið meðal frumkvöðla að kraftmikilli uppbyggingu listastarfs í hennar heimabyggð sem er Seyðisfjörður. Arnbjörg hefur mikla reynslu af stjórnarsetu hjá stofnunum og fyrirtækjum. Hún er mikilvægur fulltrúi til að halda formfestu í stjórnarstörfum auk mikillar þekkingar hennar á opinberri stjórnsýslu. Arnbjörg er með MBA gráðu frá Háskólanum Íslands.

Oddný Sen

meðstjórnandi

Oddný er rithöfundur og kvikmyndafræðingur menntuð við Université de Paris VIII - Vincennes à Saint-Denis í París. Oddný er einn reyndasti kvikmyndafræðikennari landsins og hefur kennt á öllum skólastigum. Hún er frumkvöðull að kvikmyndakennslu fyrir grunnskólabörn í samvinnu við Bíó Paradís og hefur sinnt þeirri vinnu frá árinu 2010. Hún hefur einnig staðið fyrir málþingum um kvikmyndagerð og þöglumyndahátíðum. Oddný er einnig virkur rithöfundur og hefur gefið út vinsælar ævisögur og viðtalsbækur. Hún er mikilvægur fulltrúi í stjórn vegna kennslufræðilegra þátta.

Ingimundur Sigurpálsson

meðstjórnandi

Ingimundur hefur áratuga reynslu sem stjórnandi. Hann var bæjarstjóri í Garðabæ, forstjóri Eimskipafélags Íslands og Póstsins. En Ingimundur á sér einnig feril sem kennari og gítarleikari. Hlutverk Ingimundar í stjórn er eftirlit með rekstri og fjármálastýring. Ingimundur er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og George Washington-háskólanum í Washington DC.

Örn Pálmason

meðstjórnandi

Örn Pálmason hefur langa reynslu af stjórn byggingaframkvæmda og umsýslu fasteigna sem stjórnandi verktakafyrirtækisins Hjól atvinnulífsins. Hlutverk Arnar í stjórn er eftirlit og skipulag vegna húsnæðis og kennsluaðstöðu.

Örn Pálmason er menntaður rafvirki frá Tækniskólanum.