Lærðu kvikmyndagerð!

Afhverju Kvikmyndaskólinn?
Sköpunargleði í fjórum deildum
Kvikmyndaskóli Íslands er einstakt fyrirbæri í íslensku menntakerfi og frábær leið fyrir skapandi fólk til að láta ljós sitt skína. Þú getur valið um fjórar leiðir til að verða hluti af framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.

Hin sjónræna upplifun
Sjónræn frásögn er stór hluti af okkar daglega lífi. Það er skemmtileg leið til þess að leyfa áhorfendunum að upplifa líf og sögur annarra á áhrifaríkan hátt frá sjónarhorni sögumannsins. Við notum þetta á samfélagsmiðlum, í kvikmyndahúsum og listum alls staðar, á öllum götum heims.
Markmið Kvikmyndaskóla Íslands er að veita nemendum leiðsögn og þekkingu sem undirbýr þau til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarps iðnaðinum, bæði á Íslandi og erlendis.
Fréttir

Kvikmynda árið 2020
Útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskólans voru þátttakendur í öllum helstu verkefnum íslenskrar kvikmyndagerðar á árinu.

Listaskólar starfi saman að eflingu listmenntunar
Í tilefni fréttar RÚV um væntanlega háskólayfirfærslu Kvikmyndaskóla Íslands og löngun Listaháskólans til að koma á fót námi í kvikmyndagerð, þá vill stjórn KVÍ leggja fram eftirfarandi sjónarmið

Gleðileg jól
Gleðileg jól!

Úrvalsmyndir nemenda
Í náminu eru öll undirstöðu atriði kvikmyndagerðar kennd. Og þessar myndir eru besti vitnisburðurinn sem við getum sýnt, en það eru myndir nemenda. Handrit, leikstjórn, myndataka, tækni og leikur fá að njóta sín.

Fjölbreytt atvinnutækifæri
Kvikmyndanám opnar ótal atvinnutækifæri að útskrift lokinni. Um er að ræða alvöru menntun sem er eftirsótt í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Tækifærin eru óþrjótandi eftir útskrift óháð því hvaða deild þú velur.
Kvikmyndaskóli Íslands er meðlimur í Cilect, alþjóðasamtökum fremstu kvikmyndaskóla heims. Cilect.org

Draumaverksmiðja fyrir skapandi fólk
Tveggja ára diplómanám þjálfar nemendur í öllu sem tengist framleiðslu á kvikmynduðu efni af fjölbreyttum toga.
Nemendur skrifa handrit, framleiða kvikmyndir, leika í þeim, leikstýra þeim, klippa og sjá um eftirvinnslu þeirra ásamt því að framleiða stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti. Nemendur öðlast þannig dýrmæta reynslu á sem flestum sviðum fagsins.

Opið fyrir umsóknir
Kvikmyndaskóli Íslands tekur við umsóknum allt árið um kring. Nemendur geta því hafið nám sitt í kvikmyndagerð bæði á haustönn og vorönn. Skólinn þjónustar nýstúdenta og flestir nemendur eru á aldrinum 19 til 25 ára gamlir.
Inntökuviðtöl eru að lágmarki tvisvar í mánuði nema í leiklist þar sem viðtöl fara fram einu sinni í mánuði. Öllum umsóknum er svarað innan 40 daga.