Leikstjórn & framleiðsla Deild 1

Tveggja ára diplómanám í leikstjórn og framleiðslu kvikmynda.

Viltu láta verkin tala?

Tveggja ára diplómanám þjálfar nemendur í leikstjórn og framleiðslu á kvikmynduðu efni af fjölbreyttum toga.

Nemendur gera stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti og öðlast þannig dýrmæta reynslu á sem flestum sviðum fagsins.

Af hverju Leikstjórn & Framleiðsla

  1. Kvikmyndaskóli Íslands er verklegur skóli þar sem nemendur skrifa, framleiða, leika, klippa, vinna og leikstýra sínum eigin myndum meðan á náminu stendur. Allt skólahald snýst um kvikmyndagerð frá fyrstu mínútu til útskriftar.

  2. Inntaka í skólann er á haustönn á hverju ári.

  3. Aldrei eru teknir fleiri en 15 nýnemar í bekk. Séu bekkir fullir er hægt að skrá sig á biðlista.

  4. Allir helstu kvikmyndagerðarmenn landsins kenna eða hafa kennt við skólann. Flestir þeirra eru með háskólapróf og menntun erlendis frá. Nemendum eru tryggð tengsl við reynslumikið fólk úr iðnaðinum.

  5. Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli sem starfar með viðurkenningu Mennta- og barnamálaráðuneytisins.

  6. Kvikmyndanám opnar ótal atvinnutækifæri að útskrift lokinni. Þessi menntun er eftirsótt hjá fyrirtækjum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Auk þess kjósa sumir að vinna sjálfstætt eftir útskrift og skapa eigin verkefni á eigin forsendum.

  7. Ef þú hefur leiðtogahæfni, listræna taug og veist hvað þú vilt sjá, þá ættir þú að skoða nám í Leikstjórn og Framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands.

  8. Kvikmyndaiðnaðurinn er í örum vexti. Nýjungar í myndmiðlun og sjónvarpi kalla á fagleg vinnubrögð og sérþekkingu. Með slíka menntun gefast þér fjölmörg tækifæri til að láta ljós þitt skína.

  9. Það má læra kvikmyndagerð á ýmsa vegu en tveggja ára nám við KVÍ er fljótlegasta leiðin sem þú finnur til að ná tökum á faginu, finna þína styrkleika og byggja um leið upp öflugt tengslanet til framtíðar.

  10. Eftir áratugi af bóknámi áttu skilið að komast í nám sem hjálpar þér að koma þínum eigin hugmyndum í framkvæmd.

  11. Kvikmyndaskóli Íslands býður í dag heimsins besta grunnnám á sínu sérsviði; að taka við byrjendum í faginu, mennta í tvö ár og útskrifa sem fagfólk.

Hæfniviðmið Deildar 1

  1. Þekking

    1 Þekking og skilningur

    Nemandi öðlist:

    1.1  Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á starfssviði leikstjórans.

    1.2  Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á framleiðslu kvikmynda.

    1.3  Þekkingu á grundvallarlögmálum handritsgerðar.

    1.4  Þekkingu á gerð margvíslegra kvikmyndaverkefna, auglýsinga, tónlistarmyndbanda, leikinna stuttmynda, sjónvarpsmynda, stúdíóþátta og heimildamynda.

    1.5  Þekkingu á eðli og gerð myndmálsins.

    Leikni

    2 Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni:

    2.1  Í að stýra leikurum og samstarfsfólki á persónulegan og faglegan hátt.

    2.2  Og reynslu sem framleiðandi og framleiðslustjóri.

    2.3  Í skrifum á stuttmyndahandritum.

    2.4  Í vinnu við margvísleg kvikmyndaverkefni.

    2.5  Í því að miðla sögu og dramatík á sjónrænan hátt.

    Hæfni

    3 Nemandi öðlist hæfni til að:

    3.1 Vinna sem leikstjóri með persónulegan stíl, sem á grundvelli þekkingar og leikni nær því besta út úr leikurum og öðru samstarfsfólki.

    3.2 Vinna sem skapandi framleiðandi og faglegur framleiðslustjóri í kvikmyndum.

    3.3 Finna og meta hugmyndir og vinna þær til fullbúins handrits.

    3.4 Vinna sem skapandi kvikmyndagerðarmaður og stjórnandi á ýmsum tegundum kvikmyndaverka.

    3.5 Gera tilraunir á sviði listsköpunar.
    3.6 Miðla flóknum frásögnum með myndrænum hætti.

  2. 1 ÞEKKING OG SKILNINGUR

    NEMANDI ÖÐLIST:
    1.1 Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á starfssviði leikstjórans.

    Hagnýt færni og leikni
    2.1 Nemandi öðlist leikni í að stýra leikurum og öðru samstarfsfólki á faglegan hátt.

    Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni 

    3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem leikstjóri með persónulegan stíl, sem á grundvelli þekkingar og leikni nær því besta út úr leikurum og öðru samstarfsfólki .

  3. 1. Þekking og skilningur
    1.1 Nemandi öðlist verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á framleiðslu kvikmynda.

    2. Hagnýt færni og leikni
    2.1 Nemandi öðlist leikni og reynslu sem framleiðandi og framleiðslustjóri í margvíslegum kvikmyndaverkefnum.

    3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
    3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem skapandi framleiðandi og faglegur framleiðslustjóri í kvikmyndum.

Kennsluskrá

Deild 1 | Leikstjórn & Framleiðsla

Nemendur skrifa...

Hjördís Rósa Ernisdóttir

,,Þessi tvö stuttu ár sem ég var í skólanum kynntist ég ótrúlega flottu fólki bæði nemendum og kennurum. Þau veittu mér innblástur í að segja sögur á listrænan máta í kvikmynda formatinu. Ég útskrifaðist síðustu áramót og síðan þá hef ég haft tækifæri til að taka þátt í erlendum og innlendum verkefnum."

- Hjördís Rósa Ernisdóttir, útskrifuð 2021

Kristján Pétur Jónsson

,,Ég hef stundað kvikmyndagerð síðan ég man eftir mér og hafði dreymt um að fara í kvikmyndanám og varð Kvikmyndaskólinn fyrir valinu. Námið var krefjandi en ég stundaði það með skemmtilegum samnemendum og kennurum. Ég var hissa og ánægður með hversu mikill partur af náminu var verklegur.
Síðan ég útskrifaðist hef ég fengið vinnu á fréttastofu sem grafískur hönnuður og klippari en í frítíma hef ég stundað verktakavinnu í ýmsum verkefnum. Þökk sé náminu virðist kvikmyndabransinn ekki eins fjarri mér og áður."

- Kristján Pétur Jónsson, útskrifaður 2021

Grafíker, Stöð 2

Thordur

Þórður K. Pálsson

,,Þau tvö ár sem ég var nemandi Kvikmyndaskólans voru frábær. Það var hér sem ég áttaði mig fyrst á því hvað ég vildi gera það sem eftir var”

- Þórður K. Pálsson
Leikstjóri - Brot (Netflix)

Sigfús Heiðar Guðmundsson

,,Það sem fékk mig til þess að sækja um KVÍ var það að ég vissi alltaf að ég vildi skapa og ekki fara þá “hefbundnu leið” í lífinu. Fyrir mig var námið gott, en þú færð bara eins mikið út úr þessu námi og þú sjálf/ur ert tilbúin í að setja í það. Maður verður að vera all in bæði í námi og eftir námið. Síðan ég útskrifaðist þá hef ég starfað við fjölda mismunandi verkefna, kennslumyndbönd, auglýsingar, live streymis framleiðslur o.s.frv, seinustu verkefni hafa hins vegar öll verið erlend set bæði bíómyndir, þættir og tölvuleikjamót."

- Sigfús Heiðar Guðmundsson, útskrifaður 2019

Atli Þór Einarsson

,,Fagfólk úr öllum áttum gerir þér kleift að víkka sjóndeildarhringinn sífellt og læra nýja hluti með hverju verkefni”

- Atli Þór Einarsson
Kvikmyndagerðarmaður