Kennarar & leiðbeinendur

Hjá Kvikmyndaskóla Íslands vinnum við með kennurunum og leiðbeinendunum sem starfa við kvikmyndaiðnaðinn.

Þetta er stór hópur fagfólks sem kemur að náminu á hverri önn og tekur virkan þátt í að móta leikstjóra, framleiðendur, tæknifólk, handritshöfunda og leikara framtíðarinnar. Margir eru fastagestir en stundum kalla verkefnin út í hinum stóra heimi. Hér er listi yfir þá sem hafa komið að kennslu með einum eða öðrum hætti á síðustu árum.

Fagstjórar Kvikmyndaskóla Íslands

Rob Tasker

Fagstjóri myndbreytinga

Rob hefur unnið við kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar síðan 2008. Með yfir 40 titla á sínum starfsferli hefur Rob verið tilnefndur til verðlauna nokkrum sinnum fyrir verk sín t.d. Primetime Emmy Awards fyrir sjónvarpsseríuna "Hannibal" og tvisvar sinnum verið tilnefndur til Canadian Screen Award fyrir kvikmyndina "Wet Bum" og fyrir sjónvarpsseríuna "Copper". Hann hefur unnið við framleiðslu við hin ýmsu fyrirtæki eins og SagaFilm, Universial Pictures, NBC, Warner Brothers, 20th Century Fox, New Line Cinema, Sony Pictures, SyFy og mörg fleiri.

Kjartan Kjartansson

Fagstjóri hljóðs

Kjartan er einn af reyndustu hljóðmönnum landsins. Hann hefur annast hljóðsetningu á mörgum af frægustu bíómyndum íslenskrar kvikmyndasögu, og eru verk á borð við Sódómu Reykjavík, Myrkrahöfðingjann og Engla Aleimsins þar á meðal.

Tómas Örn Tómasson

Fagstjóri kvikmyndatöku

hefur tengst kvikmyndagerð allt frá því hann var í Verzlunarskóla Ísland. Eftir útskrift þaðan fór hann í Háskóla Íslands og Köbenhavn Universitet, þar sem hann lagði stund á sagnfræði. Samhliða náminu tók hann að sér alla þá vinnu sem bauðst og tengdist kvikmyndatöku. Tómas sá fyrir sér að gerast heimildamyndagerðarmaður, þar sem hann myndi skrifa, kvikmynda og leikstýra eigin verkum. Þegar hann kom heim úr námi sumarið 1996, bauðst honum ýmis vinna tengd kvikmyndagerð. Það var síðan árið 2002 að hann ákvað að snúa sér alfarið að kvikmyndatökunni. Á heimasíðu Tómasar er starfsreynsluágrip og tenglar í helstu verkefnin sem hann hefur kvikmyndað. www.tomastomasson.com

Davíð Alexander Corno

Fagstjóri klippingar

Davíð hefur starfað við kvikmyndagerð í næstum áratug, fyrst og fremst sem klippari, en þó einnig sem leikstjóri, kvikmyndatökumaður og önnur störf á setti. Hann hefur klippt sínar eigin heimildamynd (7 ár), allar myndir Benedikts Erlingssonar í fullri lengd (Hross í oss, Show of Shows og Kona fer í stríð), fleiri myndir í fullri lengd (Sumarbörn, Undir Halastjörnu) og er eins og stendur að klippa heimildarmyndirnar 3. póllinn, (í leikstjórn Andra Snæs Magnasonar og Anní Ólafsdóttur) og 14 ár (sem hann leikstýrir sjálfur ásamt Áslaugu Einarsdóttur).

Hilmar Oddsson

Fagstjóri leiklistar

Hilmar lærði kvikmyndgerð við Hochschule für Fernsehehen und Film í München í Þýskalandi. Hann frumsýndi sína fyrstu bíómynd 1986 og síðan hefur Hilmar gert 5 bíómyndir, 5 sjónvarpsmyndir og 5 stuttmyndir og yfir 25 tónlistarmyndbönd. Hann hefur gert fjölda heimildarmynda og yfir hundrað sjónvarpsþætti. Þar að auki hefur hann leikstýrt og stjórnað upptökum á tveimur “sitcom” seríum og leikstýrt auglýsingum og allra handa fræðsluefni. Hilmar hefur fjallað um kvikmyndir í sjónvarpi og eftir hann liggur fjöldi greina um kvikmyndatengd málefni. Hilmar hefur kennt kvikmyndagerð og kvikmyndaleik í tvo áratugi, m.a. við Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands, sem hann veitti forstöðu 2010 til 2017.

Hlín Jóhannesdóttir

Fagstjóri framleiðslu

Hlín er útskrifuð úr Mannfræði og Fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við Kvikmyndagerð frá árinu 2000, sem sjálfstæður framleiðandi, framleiðslustjóri og framleiðandi hjá Zik Zak Filmworks, sem hafa hlotið yfir 100 alþjóðleg verðlaun fyrir verkefni sín, þar á meðal tilnefningu til óskarsverðlauna. Sem framleiðandi hefur Hlín unnið með mörgum af helstu leikstjórum Íslands í framleiðslu leikina kvikmynda sem og heimildarmynda. Hún hefur einnig starfað sem rithöfundur fyrir tímarit og fréttir á netinu. Hún stofnaði kvikmyndafyrirtækið Vintage Pictures með Birgittu Jónsdóttur og á fyrirtækið Culture camp; Art Production House Ursus Parvus með Vilborgu Einarsdóttur. Myndir sem Hlín hefur framleitt, eru meðal annars "Svanurinn" "Bokeh" "This is Sanlitum" og margar fleiri.

Heiðar Sumarliðason

Fagstjóri handrita í fullri lengd

Heiðar Sumarliðason er með BA-gráðu af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands, sem og MA-gráður í ritlist frá Háskóla Íslands og leikstjórn frá East15 í London. Hann stundar nú nám til kennsluréttinda við Listaháskóla Íslands. Heiðar hefur skrifað leikverk og kvikmyndahandrit, á meðal verka eftir hann eru (90)210 Garðabær sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, Rautt brennur fyrir sem sýnt var í Borgarleikhúsinu, Svín sem flutt var í Útvarpsleikhúsi RÚV og kvikmyndaleikverkið Það sem við gerum í einrúmi sem sýnt var í Tjarnarbíói. Heiðar hefur leikstýrt tíu leikverkum í atvinnuleikhúsi, m.a. Segðu mér satt eftir Hávar Sigurjónsson, Glerdýrunum eftir Tennssee Williams, Pizzasendlinum eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem og eigin verkum. Heiðar er kvikmyndagagnrýnandi Vísis og er þar einnig með kvikmyndaþáttinn Stjörnubíó. 

Ottó Geir Borg

Fagstóri tegundir handrita

Ottó Geir hefur unnið við handritsskrif, ráðgjöf og kennslu undanfarin 20 ár. Hann hefur komið víða við í sjónvarpi og í kvikmyndum. Fyrsta kvikmynd eftir handriti hans, Astrópía, var vinsælasta kvikmynd ársins 2007 og nú nýverið kom Ég Man Þig á hvíta tjaldið og hefur sú mynd hlotið frábærar viðtökur.

Kolbrún Anna Björnsdóttir

Fagstjóri leiks & hreyfingar

Kolbrún Anna lauk B.A.-hons. gráðu í leiklist frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 1998 og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listamaður á fjölbreyttum vettvangi síðan. Kolbrún lauk kennaramenntun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og hefur kennslureynslu á öllum skólastigum, frá leikskóla- til háskólastigs. Þá lauk hún meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2013.

Rúnar Guðbrandsson

Fagstjóri leiklistar

Rúnar nam upphaflega leiklist í Danmörku og starfaði þar um árabil sem leikari með ýmsum leikhópum. Frekari menntun hefur hann sótt m.a. til Póllands og Rússlands. Rúnar lauk MA og MPhil gráðum í leikhúsfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester í Englandi og hefur lokið fyrri hluta doktorsnáms í fræðunum.Hann var fyrsti prófessor í leiktúlkun við Listaháskóla Íslands. Rúnar hefur samið og leikstýrt fjölda leiksýninga hérlendis og erlendis og fengist við leiklistarkennlsu og þjálfun leikara víða í Evrópu. Hann hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Þórey Sigþórsdóttir

Fagstjóri leiks og raddar

Þórey hefur unnið sem leikkona og leikstjóri á sviði og í kvikmyndum frá því hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Þórey útskrifaðist með kennsluréttindi frá Lhí árið 2004, MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá The Royal Central School of Speech and Drama 2012 og MA gráðu í Hagnýtri Menningarmiðlun frá HÍ 2014. Þórey hefur í mörg ár kennt rödd við Listháháskóla Íslands og ýmsum námskeiðum fyrir leikara og fólk sem vinnur með röddina. Hún hefur réttindi til að kenna raddþjálfunaraðferð Nadine George frá The Voice Studio International í London og byggir kennsluna á NGT aðferðinni. Þórey er stofnandi og listrænn stjórnandi leikfélagsins Fljúgandi Fiskar sem hefur framleitt nokkar sýningar m.a. Hótel Heklu eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálmsdóttur, Medeu (multi-media) eftir Evrípídes. Þórey leikstýrði síðast verkinu Andaðu eftir Duncan Macmillan sem var frumsýnt við frábærar viðtökur í Iðnó í janúar 2017. Þórey hefur kennt rödd við Kvikmyndaskóla Íslands síðan 2016.

Agnar Jón Egilsson
Agnar Magnússon
Agnar Már
Alexander Erlendsson
Andri Snær Magnason
Anna Brá Bjarnadóttir
Anna Gunndís Guðmundsdóttir
Anna Hafþórsdóttir
Anna Katrín Guðmundsdóttir
Anna Kristín Arngrímsdóttir
Anna Lísa Björnsdóttir
Anna Margrét Káradóttir
Anton Máni Svansson
Ari Birgir Ágústsson
Ari Eldjárn
Ari Kristinsson
Arnar Benjamín Kristjánsson
Arnar Ingason
Arnar Jónsson
Arnar Már Brynjarsson
Arnbjörg Valsdóttir
Arne Kristinn Arneson
Arnór Pálmi Arnarson
Auður B. Snorradóttir
Ágúst Guðmundsson
Ágústa Margrét Jóhannsdóttir
Ágústa Ósk Óskarsdóttir
Álfrún H. Örnólfsdóttir
Árni Filippusson
Árni Grétar Jóhannsson
Árni Gústafsson
Árni Gylfason
Árni Óli Ásgeirsson
Árni Páll Jóhannsson
Árni Sveinsson
Ása Helga Hjörleifsdóttir
Ásdís Thoroddsen
Ásgeir Þórðarson (Damon Younger)
Ásgrímur Sverrisson
Ásrún Magnúsdóttir
Ásta Björk Ríkharðsdóttir
Ásta Briem
Ástþór Ágútsson
Baldur Trausti Hreinsson
Baldvin Kári Sveinbjörnsson
Baldvin Z
Berglind Pétursdóttir
Bergsteinn Björgúlfsson
Birgir Grímsson
Birgitta Björnsdóttir
Birgitta Haukdal
Bjarki Kristjánsson
Bjarni Randver Sigurvinsson
Bjartmar Þ.
Bjartur Guðmundsson
Björgvin Sigurðarson
Björk Jónsdóttir
Björn Ómar Guðmundsson
Björn Thors
Björn Viktorsson
Bragi Valgeirsson
Bragi Þór Einarsson
Bylgja Gunnur Guðnýjardóttir
Charlotte Böving
Curver Thoroddsen
Dagur Kári Pétursson
Dagur Ólafsson
Darren Foreman
Davíð Guðbrandsson
Davíð Óskar Ólafsson
Dóra Jóhannsdóttir
Dögg Mósesdóttir
Edda MacKenzie
Eggert Baldvinsson
Eggert Gunnarsson
Einar Kárason
Ellert A. Ingimundarson
Elma Lisa Gunnarsdóttir
Elva Ósk Ólafsdóttir
Elvar Gunnarsson
Erla Brynjarsdóttir
Erla Hrund Halldórsdóttir
Erling Jóhannesson
Erna Kettler
Eva Rún Þorgeirsdóttir
Eva Vala Guðjónsdóttir
Eygló Ásta Þorgeirsdóttir
Eyjólfur Jónsson
Finnborgi Þorkell Jónsson
Friðrik Þór Friðriksson
Frímann Sigurðsson
G. Elías Knudsen
G. Thor
Gagga
Garún
Gaukur Úlfarsson
Gísli Magna
Goði Guðbjörnsson
Goran Kvrgic
Grímur Hákonarson
Guðmann Þór Bjargmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Bjartmarsson
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Gunnar Kristinsson
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Halfdan Pedersen
Halldóra Geirharðsdóttir
Halldóra Markúsdóttir
Hannes Óli Ágústsson
Haraldur Sigurjónsson
Harpa Arnardóttir
Hákon Atli Halldórsson
Hálfdán Pedersen
Heiðar Már Björnsson
Heimir Jónasson
Helena Jónsdóttir
Helga Rakel Rafnsdóttir
Helgi Djurhuus
Helgi Hannesson
Helgi Jóhannsson
Hera Björk Þórhallsdóttir
Hera Ólafsdóttir
Hermann Karlsson
Hilmar Guðjónsson
Hilmar Oddsson
Hilmir Snær Guðnason
Hjörtur Grétarsson
Hjörtur Jóhann Jónsson
Hlín Agnarsdóttir
Hlín Jóhannesdóttir
Hrafn Gunnlaugsson
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Hrafnkell Stefánsson
Huldar Breiðfjörð
Huldar Freyr Arnarson
Inga María Valdimarsdóttir
Ingi Hrafn Hilmarsson
Ingibjörg Reynisdóttir
Ingvar Alfreðsson
Ingvar E. Sigurðsson
Ísgerður
Ísold Uggadóttir
Jakob Þór Einarsson
Janus Bragi Jakobsson
Jenný Lára Arnórsdóttir
Jonathan Neil Devaney
Jóhann G.
Jón Egill Bergþórsson
Jón Már Gunnarsson
Jón Proppé
Jónas Knútsson
Jónína G. Guðbjartsdóttir
Júlía Embla Katrínardóttir
Kara Hergils
Karl Pálsson
Katrín Guðmundsdóttir
Kári Halldór Þórsson
Kári Steinarsson
Kjartan Kjartansson
Klæmint Henningsson Isaksen
Kolbrún Anna Björnsdóttir
Kristín Lea
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Kristján Friðriksson
Kristmann J. Ágústsson
Laufey Elíasdóttir
Lárus Ýmir Óskarsson
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Linda Stefánsdóttir
Logi Ingimarsson
Magnús Atli Magnússon
Magnús Guðmundsson
Magnús Jónsson
Margrét Kaaber
Margrét Þorgeirsdóttir
María Pálsdóttir
Marteinn Þórsson
Mikael Torfason
Monika Ewa Orlowska
Nanna Kristín
Nicholas Liebing
Nói Kristinsson
Oddný Sen
Ottó Geir BorgÓlafía H. Jónsdóttir
Ólafur Darri Ólafsson
Ólafur Egilsson
Ólafur Fannar Vigfússon
Ólafur Gíslason
Ólafur Rögnvaldsson
Ólafur S. K. Þorvaldsson
Ólöf Sverrisdóttir
Óskar Jónasson
Óskar Þór Axelsson
Óttar M. Norðfjörð
Pálína Jónsdóttir
Pálmi Sigurhjartarson
Pétur Einarsson
Rafn Rafnsson
Ragnar Bragason
Rebekka A. Ingimundardóttir
Rebekka Atladóttir
Reynir Lyngdal
Rut Hermannsdóttir
Rúnar Guðbrandsson
Rúnar Ingi Einarsson
Rúnar Rúnarsson
Saga Líf Friðriksdóttir
Sandra Erlingsdóttir
Sigrún Gylfadóttir
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Sigtryggur Baldursson
Sigurbjörg Jónsdóttir
Sigurður E. Jóhannesson
Sigurður Kr. Jensson
Sigurður Kr. Ómarsson
Sigurður Skúlason
Sigurður Valur Sigurðsson
Sigurgeir Þórðarson
Sigurjón Kjartansson
Silja Hauksdóttir
Sindri Bergmann Þórarinsson
Skapti Þóroddsson
Snædís Lilja Ingadóttir
Sólveig Arnarsdóttir
Stefanía Thors
Stefán H. Stefánsson
Steingrímur Dúi Másson
Steingrímur Karlsson
Steinunn Ketilsdóttir
Steinþór Birgisson
Steven Meyers
Styrmir Sigurðsson
Sveinn Geirsson
Sveinn Ó. Gunnarsson
Sveinn Óskar Ásbjörnsson
Sveinn Þórir Geirsson
Sæmundur Norðfjörð
Sævar Guðmundsson
Sölvi Tryggvason
Tinna Grétarsdóttir
Tinna Hrafnsdóttir
Tinna Sverrisdóttir
Tinna Þorvaldsd. Önnud.
Tómas Ingi Þórðarson
Tryggvi Freyr Torfason
Tryggvi Rafnsson
Unnsteinn Garðarsson
Valdimar Flygenring
Valdís Óskarsdóttir
Valerður Rúnarsdóttir
Vera Sölvadóttir
Viðar Víkingsson
Vigdís Gunnarsdóttir
Vigfús Þormar Gunnarsson
Viggó Hansson
Vignir Rafn Valþórsson
Víðir Sigurðsson
Víkingur Kristjánsson
Walter Geir Grímsson
Þiðrik Emilsson
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir
Þorfinnur Guðnason
Þorgeir Guðmundsson
Þorkell Guðjónsson
Þorsteinn Bachmann
Þorsteinn Gunnar Bjarnason
Þorsteinn Jónsson
Þorvaldur Þorsteinsson
Þór Tulinius
Þóra Karitas Árnadóttir
Þóra Þórisdóttir
Þórhildur Örvarsdóttir
Þórunn Erna Clausen
Þórunn Guðlaugsdóttir
Þröstur Leó Gunnarsson