Zexuan Yan - Skapandi Tækni 

Zexuan Yan mun útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína “A Ladder Leads to Nowhere”

A Ladder Leads to Nowhere

Myndin fjallar um að sætta sig við missi og halda áfram að lifa.


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Ég fékk Barbie DVD að gjöf frá einhverjum þegar ég var 4. Ég horfði á hana með ömmu og afa við kvöldmatinn og hef verið heltekinn af Barbie seríunni síðan.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Að sjá einfalda hugmynd vaxa og byggja hana upp í heim.


Hvers vegna valdir þú þína deild?

Mér finnst mikilvægt að vita hvernig hvert hlutverk virkar í kvikmyndagerðinni.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart meðan á náminu stóð?

Ég var alveg hissa á því hversu námskeiðin eru hagnýt og vel hönnuð.


Og hvernig lítur framtíðin út?

Vonandi eins og epísk ævintýramynd — uppfull af skapandi verkefnum, óvæntri persónuþróun og sennilega nokkrum samfelluvillum.