Frábær árangur í Cilect stuttmynda samkeppni

CILECT, samtök 130-140 bestu kvikmyndaskóla í heiminum, voru í gær að kynna úrslit í árlegri stuttmyndasamkeppni nemendamynda

Frábær árangur í Cilect stuttmynda samkeppni

CILECT, samtök 130-140 bestu kvikmyndaskóla í heiminum, voru í gær að kynna úrslit í árlegri stuttmyndasamkeppni nemendamynda. Í flokknum leiknum myndum, bárust alls 118 myndir í ár og framlag skólans í þetta sinn var útskriftarmynd Helenu Rakelar,  “Bland í poka”.

Það sérstakt ánægjuefni að tilkynna að Kvikmyndaskóli Íslands, þ.e. myndin “Bland í poka”, hafnaði í 17.sæti af 118 . Þetta er næstbesti árangur skólans frá upphafi. Árið 2018 hafnaði útskriftarmyndin “3 Menn” í 14 sæti og árið 2016 hafnaði myndin “Himinn og Jörð” í 20.sæti.

“Seint hélt ég að ég yrði mjög ánægð með að lenda í 17 sæti í einhverju, en miðað við samkeppnina í Cilect keppninni, þá held ég geti talað fyrir okkur öll  sem standa á bak við “Bland Í Poka” og sagt að við séum ótrúlega stolt og ánægð með þennan árangur og svo innilega þakklát öllum þeim sem komu að gerð myndarinnar. “  

Helen Rakel

“Þetta eru sannarlega gleðifréttir að sjá okkur standa svona vel að vígi í keppni með bestu skólum heims og  staðfesting á þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað undanfarinn ár hjá skólanum.”

Friðrik Þór Friðriksson, Rektor Kvikmyndaskólans
Kvikmyndaskóli Íslands óskar Helenu til hamingju með glæsilegan árangur sem mun svo sannarlega vera skólanum ásamt núverandi nemendum til hvatningar.