Snorri Geir Hafþórsson - Leiklist

Snorri Geir mun útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Enginn fer brotinn inn í Ljósið”

Hjálmar vaknar í gleymskunnar dái og hittir þar veru sem fylgir honum að leiðarenda þar sem hann þarf að velja hvert hann á skilið að fara

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?

Ég man eftir því að hafa alltaf horft á Glanna Glæp í Latabæ í matarboði heima hjá ömmu og afa og svo átti ég fyrstu tvær Pokemon myndirnar á spólu sem ég horfði á aftur og aftur.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig mest er heimurinn sem er skapaður, fólkið í kringum það og tæknin sem kemur fram til að skapa þennan heim.

 

Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Alveg síðan ég man eftir mér, þá hef ég alltaf haft áhuga á að leika, hvort sem það var heima með leikföng, á sviði eða í mynd. Ég fór á leiklistarnámskeið ellefu ára og eftir það tók ég þátt í áhugaleikfélagi. En það var ekki fyrr en ég fór í framhaldsskóla sem ég ákvað að leiklist væri það sem mig langaði að gera í framtíðinni.

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér á óvart hvað maður lærði mikið í kvikmyndagerð í heild, ekki bara leiklist. Einnig fólkið sem ég kynntist, vinir sem ég eignaðist og allt sem ég upplifði í verkefnum hjá öðrum.

 

Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Hún er björt og vonandi með fullt af tækifærum handan við hornið.