Nemendur Kvikmyndaskólans unnu á Stockfish festival
Fyrrum og núverandi nemendur Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ) unnu keppnina á Stockfish Film Festival sem lauk um síðustu helgi
Á kvikmyndahátíðinni var keppnin Sprettfiskurinn (Shortfish) og önnur sem nefnist Heimildaverk þar sem bestu stuttmyndirnar og heimildaverkin kepptu um titil. Nefnd hátíðarinnar hafði úr mörgum tugum mynda að velja en aðeins 5 komust í keppnina í hvorum flokk. Í stuttmyndaflokknum Leikið efni áttu nemendur KVÍ 3 af 5 myndum. Í stuttmyndaflokknum Heimildaverk áttu nemendur okkar 3 af 5 myndum. KVÍ nemendur áttu því 60% listaverka í þessum flokkum Stockfish hátíðarinnar.
Marie Lydie Bierne, núverandi nemandi KVÍ, sigraði í flokknum Heimildaverk (Sprettfiskurinn/Shortfish) með verki sínu „Keep F******* Going“. Hún bæði leikstýrði og framleiddi verkið.
Dómnefndina skipuðu Ingibjörg Halldórsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Víðir Sigurðsson og hlaut sigurverkið að launum 500.000 krónur í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 700.000 krónur í peningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot.
Ummæli dómnefndar
"The winning film gently welcomes the audience into an intimate space, where a group of people who don’t feel accepted within the norms of society share their darkest moments. They have created a space where “weirdness” is celebrated, not just accepted. The subjects are honest and the director obviously has their trust.
The film is personal, moving and well crafted."
Anna Karín Lárusdóttir, fyrrverandi nemandi KVÍ, sigraði í flokknum Leikið efni (Sprettfiskurinn/Shortfish) með stuttmyndinni sinni „Felt Cute“. Hún leikstýrði myndinni.
Dómnefndina skipuðu Björn Thors, Tinna Hrafnsdóttir og Ragnheiður Erlingsdóttir og hlýtur siguverkið að launum eina milljón króna í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 700.000 krónur ípeningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot.
Ummæli dómnefndar
The director of the winning short film takes the audience on an effective journey into the mind of a youth trying to figure out his place in the world. The standout performance of the young actor particularly impressed the jury as well as the strong directorial voice of this tender and touching short film.
Í vetur fagnar KVÍ 30 ára afmæli sínu en frá árinu 2004 hefur hann útskrifað yfir 600 nemendur. KVÍ er, ásamt Kvikmyndamiðstöðinni, orðinn ein af tveim mikilvægustu stoðum kvikmyndaiðnaðar á Íslandi.