Hera Rún Ragnarsdóttir - Leiklist

Hera Rún mun útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Fylgstu með mér”

Silja er einstæð móðir sem kaupir vefmyndavél í samráði við lækni til að fylgjast með nætur tryllingi (night terrors) og svefni dóttur sinnar. Ekki líður á löngu þar til margt undarlegt fer að eiga sér stað…

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?

Þegar ég var 4 ára og horfði á “Grease” í fyrsta skiptið. Söngurinn, leikararnir, dansinn og sagan. Langaði ekkert meira en að fá að vera með í þessu öllu.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Bara allt saman. Það er allt hægt í bíó og það er svo geggjað að sjá hæfileikaríkt fólk koma saman og skapa meistaraverk.

 

Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Leiklist hefur alltaf verið mér efst í huga og það sem ég nýt mín best í. Ég sé ekki framtíðina fyrir mér nema að vera í þessari atvinnugrein.

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Já, hvað ég hélt að ég vissi var bara brot í hafið miðað við hvað ég átti eftir að læra.

 

Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Framtíðin er björt og aldrei til of mikið af skemmtun og hugmyndum til að gera. Ég er bara rétt að byrja.