Anastasija Timinska - Leiklist

Anastasija Timinska útskrifast frá Leiklist með mynd sína “Natasha er með þetta”

Myndin snýst um Natöshu, en hún er rússnesk 16 ára stelpa sem hefur alltaf verið einmana. Foreldrar hennar eru skilin, hún á enga vini, en samt hún er samt sátt við lífið. Hún fílar sítt rólega líf. Allt hefur verið mjög fínt þangað til mamma hennar ákveður allt í einu að snúa lífi hennar á hvolf og láta hana flytja til Íslands. Hún fer í nýjan skóla þar sem hún skilur ekki tungumálið og henni líður eins og utanaðkomandi. Henni finnst eins og hún sé allt öðruvísi en allir aðrir. Hana langar mjög mikið að passa inn í hópinn og hún heldur að besta leiðin sé að byrja með strák sem allar stelpurnar vilja vera með

Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?

Þegar ég var krakki og bjó í Lettlandi þá fór ég að sjá “Alvin and the Chipmunks” í bíó. Ég var svo furðu lostin, hvernig hafði þeim tekist að finna talandi íkorna? Síðan sagði mamma mér að

þeir eru ekki til í alvöru og þetta væru alvöru leikarar sem voru að tala fyrir þá og sjálfir íkornarnir væru tölvuteiknaðir. Verð að segja að ég var smá sár, en svo eftir smá tíma fékk ég hugmynd; ef ég væri leikkona þá get ég verið eiginlega hver sem er.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Þetta er svo spennandi heimur. Sem leikkona þá hef ég tækifæri til að leika hvað sem er. Annars finnst mér kvikmyndaheimurinn svona eins og ævintýraheimur. Við þurfum öll smá ævintýri inn á milli. Kvikmyndir eru partur af okkar daglega lífi. Mér finnst gaman að hugsa til þess að ég geti verið partur af einhverri svakalegri sögu.

 

Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Það er svolítið tengt því að ég elska að sjá hversu mikið meira ég get verið en bara ég sjálf. Mér finnst gaman að leika. Ég hef leikið í mismunandi leikritum sem barn, þessi upplifun að geta verið hver sem er, er svakaleg. Mér finnst gaman að fá áskoranir.

Getur þú leikið draug? Endilega! En hvað með litla prinsessu? Auðvitað!

Tilfinning að leyfa sér að fara alla leiðina inn, búa til ímyndaðan heim, búa til heila nýja persónu í mínum huga. Þetta er allt svo spennandi.

Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Já og nei, kom smá óvart hversu mikið við lærðum á svona stuttum tíma. En annars ég var á þannig stað þegar ég sótti um að ég var opin fyrir öllu.

Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég er mjög bjartsýn á framtíðina mína. Mér líður eins og að svo lengi sem ég er að reyna og gera mitt besta þá muni allt ganga vel. Ég er tilbúin og veit að þetta verður smá erfitt, en enginn vinna er létt. Planið er að halda áfram að sækja um hlutverk, prófa líka að vinna á setti, kannski sem sminka og PA, en alls ekki hætta að sækja um hlutverk.