Komin á rétta hillu í lífinu

„Myndin mín fjallar um unga konu sem er í andlegri baráttu við sjálfsímynd sína og lærir um stað sinn í heiminum í gegnum dans,“ segir Maria de Araceli Quintana þegar hún er beðin að lýsa útskriftarverkefni sínu frá Kvikmyndaskólanum.

Hún viðurkennir að það hafi verið misauðvelt að vinna að útskriftarmynd á tímum heimsfaraldurs, fjöldatakmarkanir hafi sett strik í reikninginn nokkrum sinnum og mikið um endur-framleiðslu myndarinnar vegna breyttra aðstæðna. „En þetta tókst allt að lokum,“ bætir hún við, glaðbeitt.

Og hvað tekur við að lokinni útskrift?

„Ég er með nokkur skemmtileg verkefni uppi í erminni og vonandi fleiri á leiðinni.“

Maria segir sér hafa gengið mjög vel í skólanum, alveg frá fyrstu önn. „Ég fann mig vel í náminu og er komin á rétta hillu í lífinu.“

Maria De Araceli Quintana útskrifast frá Leiklist með mynd sína "HIK"